Flutningur milli stöðva – staðfesting frá Samgöngustofu.

24. gr.
Hlutverk og skyldur.

Samgöngustofa veitir bifreiðastöðvum starfsleyfi og hefur eftirlit með þjónustu þeirra. Hver leigubifreiðastöð skal fylgjast með því að ökumenn, sem þar hafa afgreiðslu, fari eftir fyrirmælum laga og reglugerða um leigubifreiðar og tilkynna Samgöngustofu ef út af bregður.

Bifreiðastöð skal fá heimild til lágmarks aðgangs að gagnagrunni Samgöngustofu til þess að staðfesta lögmæti atvinnuleyfa og undanþáguheimilda.

Bifreiðastöð skal sjá til þess, að ekki séu notaðar aðrar bifreiðar til leiguaksturs á bifreiðastöð en þær, sem skráðar eru sem leigubifreiðar og er eign viðkomandi leyfishafa eða leyfishafi er skráður fyrsti umráðamaður að skv. samningi við löggilt kaupleigu- eða rekstrarleigufyrirtæki, sbr. lög nr. 23/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.

Bifreiðastöð skal halda til haga upplýsingum um nýtingu atvinnuleyfa og heildarfjölda ökuferða á viðkomandi stöð og láta Samgöngustofu slíkar upplýsingar í té þegar óskað er eftir þeim.

Bifreiðastöð ber að tilkynna Samgöngustofu um þá atvinnuleyfishafa sem ekki hafa nýtt leyfið sitt í 2 mánuði umfram lögbundnar heimildir. Telji Samgöngustofa að bifreiðastöð brjóti gegn reglum þeim er gilda um starfsleyfi bifreiðastöðvar ber henni að tilkynna viðkomandi bifreiðastöð það ásamt áskorun um úrbætur. Verði ekki orðið við áskorun Samgöngustofu fellur starfsleyfi hennar niður. Samgöngustofu er þó heimilt að veita bifreiðastöð starfsleyfi á ný ef fyrir liggur staðfesting á úrbótum.

Leyfishafi skal hafa bifreið sína í afgreiðslu hjá bifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi Samgöngustofu. Bifreiðastöð er óheimilt að taka bifreið í afgreiðslu fyrr en tilkynning um útgáfu atvinnuleyfis eða flutning á milli stöðva hefur borist frá Samgöngustofu. Vilji leyfishafi flytja sig á aðra stöð skal hann segja upp stöðvarleyfi sínu með eins mánaðar fyrirvara.

Með kveðju,

Leyfisveitingar Samgöngustofu.
Sími: 480-6000

Samgöngustofa – Pósthólf  470- 202 Kópavogur

Samgöngustofu/Leyfisveitingar mun staðfesta við þá sem vilja að við flutning milli stöðva þarf leyfishafi samkvæmt reglugerð ekki að vera skuldlaus við fyrri stöð. Einungis þarf að segja upp stöðvarplássi sínu með 1 mánaðar fyrirvara eins og sjá má hér að ofan.

 Hér er hægt að fara beint inn á reglugerð.is

Kveðja, stjórn City Taxa.