Nýr taxti

Nýr tilraunataxti hjá City Taxi sem tók gildi 1. okt 2017 gerir ráð fyrir sama verði allan sólarhringinn alla daga ársins.

Er þetta gert til að mæta óskum erlendra viðskiptavina varðandi aukið gagnsæi við leigubílakostnað en erlendir aðilar eru nú helstu viðskiptavinir stöðvarinnar.

Stórhátíðargjald hefur einnig verið lagt af af sömu ástæðu.

Iðulega hafa verið að koma inn kvartanir vegna mismunandi verða milli sömu staða sem hefur skýrst af því að fyrri ferðin var farin á dagtaxtanum en sú síðari á næturtaxta eða jafnvel stórhátíðartaxta.

Þess háttar kvartanir ættu nú að verða úr sögunni.

Uppfært:

Vegna óska frá bílstjórum hefur taxtinn verið færður í sitt gamla horf með tilheyrandi lægri dagtaxta og hærri stórhátíðartaxta.