admin

Nýr lækkaður taxti.

Við höfum lækkað taxtann.

Núna er miklu ódýrara að taka leigubíl hjá okkur á virkum dögum milli 8 og 17.

 

Fake news –

Reksturinn er í fullum gangi hjá öllum leigubílum City Taxa þrátt fyrir fréttir um annað.

Allt í fullum gangi.

Nýr taxti

Nýr tilraunataxti hjá City Taxi sem tók gildi 1. okt 2017 gerir ráð fyrir sama verði allan sólarhringinn alla daga ársins.

Er þetta gert til að mæta óskum erlendra viðskiptavina varðandi aukið gagnsæi við leigubílakostnað en erlendir aðilar eru nú helstu viðskiptavinir stöðvarinnar.

Stórhátíðargjald hefur einnig verið lagt af af sömu ástæðu.

Iðulega hafa verið að koma inn kvartanir vegna mismunandi verða milli sömu staða sem hefur skýrst af því að fyrri ferðin var farin á dagtaxtanum en sú síðari á næturtaxta eða jafnvel stórhátíðartaxta.

Þess háttar kvartanir ættu nú að verða úr sögunni.

Uppfært:

Vegna óska frá bílstjórum hefur taxtinn verið færður í sitt gamla horf með tilheyrandi lægri dagtaxta og hærri stórhátíðartaxta.

Fatlaðir.

City Taxi  þjónustar fatlaða og er með bíl sem tekur allt að 4 hjólastóla í hverri ferð. Reyndar eru ávallt bílar frá City Taxa fastir í þjónustu við Ferðaþjónustu Fatlaðra virka daga.

Bílstjórar City Taxa sinna jafnframt fötluðum beint ef þeir kjósa að panta bíl eins og hver annar einstaklingur, eða ekki næst að nýta sér Ferðaþjónustu fatlaðra. Í sumum tilfellum þarf sérútbúna hjólastólabíla, og hefur City Taxi nokkra slíka bíla í þjónustu.

Alltaf er reynt að bregðast við pöntunum fyrir hjólastólabíla með sama hraða og hefðbundnum pöntunum, en vegna þess hve fáir hjólastólabílarnir eru getur stundum þurft að bíða nokkuð.

Nú er hægt að panta og greiða ferð til Leifsstöðvar í gegn um kerfi Allicelandtours.is

Fast verð til og frá KEF

Við bjóðum fast verð frá höfuðborgarsvæðinu til Leifsstöðvar og að sjálfsögðu til baka líka 🙂 16.000 krónur hvor ferð og miðast það verð við 4 farþega leigubifreið.

Einnig er hægt að fá stærri bíl sem tekur allt að 8 farþega og er fast verð fyrir ferðina 21.000 krónur hvor ferð.

Nú er hægt að panta og greiða ferð til Leifsstöðvar í gegn um kerfi BookingOffice.is

Áframhald næturfunda hjá City Taxa

Það er ýmislegt búið að ganga á síðan um helgina eftir að í ljós kom hvernig í pottinn er búið varðandi framtíð Leigubílastéttarinnar.

Forsvarsmaður stærstu leigubílastöðvarinnar notar orð eins og “grófasta aðför að stéttinni frá upphafi” og annar segir greinilegt að drögin séu “samin á samráðsfundi hópferðafyrirtækjanna”, þannig að hitinn er gríðarlegur í mönnum.

Innanríkisráðuneytið virðist vera tvísaga eftir því sem okkur sýnist.

 

Opinberlega segjast þeir hafa verið að óska eftir tillögum frá okkur varðandi þessi frumvarpsdrög en í tölvupóstum til okkar segjast þeir ekki sjá ástæðu til að ræða við okkur nema kannski um einhver allt önnur mál sem snúa þá helst að leigubifreiðastöðva málum og öðru sem okkur finnst vera aukaatriði miðað við þessa 4 farþega hópferðabíla.

 

Einn af bílstjórunum á stöðinni hjá okkur ætlar á morgun að fara á stúfana og fara fram á rannsókn á orðum starfsmanns Innanríkisráðuneytisins sem komu fram í viðtali á Rás 2 við Ástgeir formann Frama.

Eftir fjölmiðlaumfjöllun mánudagsins setti Innanríkisráðuneytið frétt á vef sinn varðandi málið og féllst ráðuneytið loks á að gefa auka frest til að forsvarsmenn City Taxa gætu svarað þessari aðför á efnislegan hátt. Við fengum auka 10 daga og erum nótt og dag að kryfja þessi frumvarpsdrög til mergjar.
Merkilegt er að um virðis vera að ræða UPPVAKNING frá tíð fyrri ríkisstjórnar sem við héldum að fv. Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson hefði svæft svefninum langa. Virðist sem embættismenn innan ráðuneytisins hafi tekið málið upp af eigin frumkvæði og vísar hver á annan og alltaf svarar nýr og nýr starsmaður fyrirspurnum okkar sem við höfum látið rigna yfir ráðuneytið síðan um síðastliðna helgi.

Kannski er þarna komin ljóslifandi ein af ástæðum þess að margir telja að full ástæða sé til að skipta út öllu embættismannakerfinu strax eftir Alþingiskosningar.

Við hjá City Taxa munum nýta nótt sem nýtan dag að kveða niður þennan DRAUG sem okkur sýnist að murka muni lífið endanlega úr leigubílstjórastéttinni.

Innanríkisráðuneytið svarar City Taxa

Innanríkisráðuneytið hefur nú svarað stjórn City Taxa og gefið henni og öðrum sem málið varðar 10 daga frest svo hægt sé að koma fram með efnislegar athugasemdir.  Innanríkissráðuneytið birti frétt á vefsíðu sinni vegna málsins og má sjá hana hér: www.irr.is

Aðför að leigubílstjórum.

Eins og sjá mátti í fréttamiðlum sl. mánudag er Í drögum að frumvarpi um almenningsssamgöngur gert ráð fyrir 4 farþega hópferðabílum.

Flutningur milli stöðva – staðfesting frá Samgöngustofu.

24. gr.
Hlutverk og skyldur.

Samgöngustofa veitir bifreiðastöðvum starfsleyfi og hefur eftirlit með þjónustu þeirra. Hver leigubifreiðastöð skal fylgjast með því að ökumenn, sem þar hafa afgreiðslu, fari eftir fyrirmælum laga og reglugerða um leigubifreiðar og tilkynna Samgöngustofu ef út af bregður.

Bifreiðastöð skal fá heimild til lágmarks aðgangs að gagnagrunni Samgöngustofu til þess að staðfesta lögmæti atvinnuleyfa og undanþáguheimilda.

Bifreiðastöð skal sjá til þess, að ekki séu notaðar aðrar bifreiðar til leiguaksturs á bifreiðastöð en þær, sem skráðar eru sem leigubifreiðar og er eign viðkomandi leyfishafa eða leyfishafi er skráður fyrsti umráðamaður að skv. samningi við löggilt kaupleigu- eða rekstrarleigufyrirtæki, sbr. lög nr. 23/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.

Bifreiðastöð skal halda til haga upplýsingum um nýtingu atvinnuleyfa og heildarfjölda ökuferða á viðkomandi stöð og láta Samgöngustofu slíkar upplýsingar í té þegar óskað er eftir þeim.

Bifreiðastöð ber að tilkynna Samgöngustofu um þá atvinnuleyfishafa sem ekki hafa nýtt leyfið sitt í 2 mánuði umfram lögbundnar heimildir. Telji Samgöngustofa að bifreiðastöð brjóti gegn reglum þeim er gilda um starfsleyfi bifreiðastöðvar ber henni að tilkynna viðkomandi bifreiðastöð það ásamt áskorun um úrbætur. Verði ekki orðið við áskorun Samgöngustofu fellur starfsleyfi hennar niður. Samgöngustofu er þó heimilt að veita bifreiðastöð starfsleyfi á ný ef fyrir liggur staðfesting á úrbótum.

Leyfishafi skal hafa bifreið sína í afgreiðslu hjá bifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi Samgöngustofu. Bifreiðastöð er óheimilt að taka bifreið í afgreiðslu fyrr en tilkynning um útgáfu atvinnuleyfis eða flutning á milli stöðva hefur borist frá Samgöngustofu. Vilji leyfishafi flytja sig á aðra stöð skal hann segja upp stöðvarleyfi sínu með eins mánaðar fyrirvara.

Með kveðju,

Leyfisveitingar Samgöngustofu.
Sími: 480-6000

Samgöngustofa – Pósthólf  470- 202 Kópavogur

Samgöngustofu/Leyfisveitingar mun staðfesta við þá sem vilja að við flutning milli stöðva þarf leyfishafi samkvæmt reglugerð ekki að vera skuldlaus við fyrri stöð. Einungis þarf að segja upp stöðvarplássi sínu með 1 mánaðar fyrirvara eins og sjá má hér að ofan.

 Hér er hægt að fara beint inn á reglugerð.is

Kveðja, stjórn City Taxa.

Lækkun á lægri stöðvargjöldum.

Stjórn City Taxa hefur ákveðið að lækka stöðvargjöld hjá þeim sem eru án þjónustu niður í 4.900 kr.

Þeir sem eru í þessum flokki taka ekki túra í gegn um stöðina nema bíllaust sé í hærri flokknum en þar eru stöðvargjöldin óbreytt eða kr. 24.300

Til að koma til móts við þá sem færa sig yfir til okkar verður fyrsti mánuður án stöðvargjalda enda töluverður kostnaður við að láta breyta mæli, talstöð, posa og öðru sem til fellur.

Þeir se eru án þjónustu fá eftir sem áður akstursheimildir fyrir afleysingamenn á sama verði og aðrir eða 900 kr. hver heimild.

Verðskráin mun þá líta svona út þann 1.febrúar 2014

Forgangsflokkur: 24.300
Götubílaflokkur : 4.900
Passagjald: 900
Kaffi: Frjáls framlög í kaffibauk 🙂

Bestu kveðjur, Stjórn City Taxa ehf

Uppfærsla:

Vegna orðróms um að bílstjórar verði að vera skuldlausir við fyrri stöð við flutning upplýsist að svo er ekki samkvæmt reglugerð. Hér að neðan er reglugerðin í heild sinni eins og Samgöngustofa sendi okkur hana og HÉR er hægt að smella sér beint á hana.

24. gr.
Hlutverk og skyldur.

Samgöngustofa veitir bifreiðastöðvum starfsleyfi og hefur eftirlit með þjónustu þeirra. Hver leigubifreiðastöð skal fylgjast með því að ökumenn, sem þar hafa afgreiðslu, fari eftir fyrirmælum laga og reglugerða um leigubifreiðar og tilkynna Samgöngustofu ef út af bregður.

Bifreiðastöð skal fá heimild til lágmarks aðgangs að gagnagrunni Samgöngustofu til þess að staðfesta lögmæti atvinnuleyfa og undanþáguheimilda.

Bifreiðastöð skal sjá til þess, að ekki séu notaðar aðrar bifreiðar til leiguaksturs á bifreiðastöð en þær, sem skráðar eru sem leigubifreiðar og er eign viðkomandi leyfishafa eða leyfishafi er skráður fyrsti umráðamaður að skv. samningi við löggilt kaupleigu- eða rekstrarleigufyrirtæki, sbr. lög nr. 23/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.

Bifreiðastöð skal halda til haga upplýsingum um nýtingu atvinnuleyfa og heildarfjölda ökuferða á viðkomandi stöð og láta Samgöngustofu slíkar upplýsingar í té þegar óskað er eftir þeim.

Bifreiðastöð ber að tilkynna Samgöngustofu um þá atvinnuleyfishafa sem ekki hafa nýtt leyfið sitt í 2 mánuði umfram lögbundnar heimildir. Telji Samgöngustofa að bifreiðastöð brjóti gegn reglum þeim er gilda um starfsleyfi bifreiðastöðvar ber henni að tilkynna viðkomandi bifreiðastöð það ásamt áskorun um úrbætur. Verði ekki orðið við áskorun Samgöngustofu fellur starfsleyfi hennar niður. Samgöngustofu er þó heimilt að veita bifreiðastöð starfsleyfi á ný ef fyrir liggur staðfesting á úrbótum.

Leyfishafi skal hafa bifreið sína í afgreiðslu hjá bifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi Samgöngustofu. Bifreiðastöð er óheimilt að taka bifreið í afgreiðslu fyrr en tilkynning um útgáfu atvinnuleyfis eða flutning á milli stöðva hefur borist frá Samgöngustofu. Vilji leyfishafi flytja sig á aðra stöð skal hann segja upp stöðvarleyfi sínu með eins mánaðar fyrirvara.